Bláa kirkjan - Summer Concert Series

Bláa kirkjan - Summer Concert Series The Blue Church Summer Concert Series are held in the church of Seyðisfjörður on Wednesday nights Hún lést 25. ágúst árið 2006 langt fyrir aldur fram.

About the Series
The Blue Church Summer Concert Series started in 1998 by Muff Worden music teacher and Sigurður Jónsson engineer. The concert series has been ongoing since then, first under the firm management of Muff but after her premature death in 2006, by a formal association. The concerts are held in the Seyðisfjörður church every Wednesday night at 8:30 pm. Emphasis has been on offering var

ied types of concerts where classical music, jazz, blues, folk and light hearted music can be enjoyed. The church houses a recent Steinway concert piano and a Frobenius organ with 14-15 stops. Call for applications for next year’s concerts is in the end of each year with a deadline on January 30th. Applications are sent to [email protected] accompanied with a program draft and the musicians CVs. Um Bláu Kirkjuna
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan undir sterkri stjórn Muff Worden. Sigurður Jónsson dró sig í hlé um tíma en hefur nú komið aftur til starfa sem formaður tónleikaraðarinnar. Í millitíðinni sá Muff alfarið um tónleikaröðina og sinnti því starfi af mikilli alúð. Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30 yfir sumartímann. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín. Að jafnaði er óskað eftir umsóknum í lok hvers árs og umsóknarfrestur rennur út 30. janúar þar á eftir. Umsóknir skal senda á [email protected] og með þeim skal fylgja drög að prógrammi og ferilsskrá tónlistarmanna.

VILTU SPILA Í BLÁU KIRKJUNNI Á SEYÐISFIRÐI? // WANT TO PERFORM IN THE BLUE CHURCH IN SEYÐISFJÖRÐUR?Um leið og við óskum ...
03/01/2025

VILTU SPILA Í BLÁU KIRKJUNNI Á SEYÐISFIRÐI? // WANT TO PERFORM IN THE BLUE CHURCH IN SEYÐISFJÖRÐUR?

Um leið og við óskum vinum og velunnurum Bláu kirkjunnar gleðilegs árs tilkynnum við að opið er fyrir umsóknir vegna Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunnar 2025. Markmið okkar hefur ætíð verið að bjóða upp á fjölbreyttan og vandaðan tónlistarflutning og sumarið 2025 hyggjumst við halda s*x tónleika, á miðvikudagskvöldum frá lokum júní fram í byrjun ágúst. Áhugasöm sendi póst á [email protected] þar sem fram koma drög að dagskrá tónleikana, ferilskrá og tóndæmi.

Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar næstkomandi.

//

Happy new year! Applications are open for the Blue Church's Summer Concert Series 2025. Our goal has always been to offer our concert guests a varied and high-quality music performance. In the summer of 2025, we plan to hold six concerts, on Wednesday evenings from the end of June until the beginning of August. Interested are encouraged to apply by sending an email to [email protected] The application must include a draft of the concert program, CV and an audio/video sample.

The application deadline is February 3rd.

Dagskrá Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunnar 2024 tæmdist í síðustu viku með frábærum tónleikum Austfirðinganna í Dundur. ...
06/08/2024

Dagskrá Sumartónleikaraðar Bláu kirkjunnar 2024 tæmdist í síðustu viku með frábærum tónleikum Austfirðinganna í Dundur. Við munum auglýsa eftir flytjendum fyrir sumarið 2025 á næstu vikum.

Það er alls ekki sjálfsagt mál að halda úti tónleikaröð á Austurlandi árum saman. Lögð er áhersla á metnaðarfulla og listræna dagskrá á hverju sumri og gestir okkar hafa ætíð geta treyst því að sumartónleikar í Bláu kirkjunni séu fyrsta flokks.

Þá er rétt að taka fram að stór hluti þeirra tónlistarmanna sem kemur fram á sumartónleikaröðinni lítur við á hjúkrunarheimilinu á Seyðisfirði þar sem spiluð eru nokkur lög fyrir heimilisfólk og starfsmenn. Kærar þakkir fyrir það, elskulega og örláta tónlistarfólk!

Ekki væri hægt að halda úti sumartónleikaröðinni án aðstoðar og viljum við þakka Uppbyggingarsjóði Austurlands, sveitarfélaginu Múlaþing, Tónlistarsjóði Rannís og Síldarvinnslan hf. fyrir aðstoðina í gegnum árin.

Og að lokum: Takk fyrir að mæta í sumar! Sjáumst að ári!

Hann var þétt setinn bekkurinn á eftirminnilegum tónleikum Umbra Ensemble í vikunni. Þetta var frábær stund sem við áttu...
26/07/2024

Hann var þétt setinn bekkurinn á eftirminnilegum tónleikum Umbra Ensemble í vikunni. Þetta var frábær stund sem við áttum saman!

Í næstu viku ljúkum við sumartónleikaröðinni með tónleikum norðfirska tónlistarmannsins Dundur (hlekkur á plötuna hans í athugasemd) en hann kemur fram með hörku hljómsveit. Í henni eru m.a. orgelleikarinn Þórir Baldursson sem spilað hefur með öllum frá Savanna-tríóinu til Donnu Summer með viðkomu hjá Grace Jones og Elton John!

Á trommusett og slagverk leikur Birgir Baldursson sem í áratugi hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara og Norðfirðingurinn Hafsteinn Már Þórðarson spilar á bassa en hann hefur tekið virkan þátt í austfirsku tónlistarlífi um árabil, bæði sem hljóðfæraleikari og sem upptökumaður í hljóðveri.

Semsagt: Toppfólk sem lýkur Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar 2024!

Við hlökkum til!

Þær Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólína Ákadóttir héldu frábæra tónleika í kirkjunni í gærkvöldi og við þökkum þeim kærleg...
18/07/2024

Þær Íris Björk Gunnarsdóttir og Ólína Ákadóttir héldu frábæra tónleika í kirkjunni í gærkvöldi og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Í næstu viku fáum við hljómsveitina Umbra í heimsókn. Yfirskrift tónleikanna er „Umbra og arfurinn“ og á tónleikunum mega gestir eiga von á náinni stund þar sem kafað verður ofan í sagnaarfinn og íslenska ljóðagerð í tónum og tali.

Verið velkomin í Bláu kirkjuna næsta miðvikudagskvöld!

Ingibjargir voru dásamlegar á tónleikunum í vikunni og stakur heiður að fá þessar hæfileikakonur í heimsókn. Sumartónlei...
12/07/2024

Ingibjargir voru dásamlegar á tónleikunum í vikunni og stakur heiður að fá þessar hæfileikakonur í heimsókn.

Sumartónleikaröðin heldur áfram í næstu viku en þá kemur fram dúóið F***g. Það skipa Íris Björk Gunnarsdóttir, sópransöngkona og Ólína Ákadóttir, píanisti, og yfirskrift tónleikanna er ,,Mig dreymdi”.

Á tónleikunum munu þær flytja tónlist eftir m.a. Jórunni Viðar, Lili Boulanger, Edvard Grieg og Claude Debussy.

Við þökkum Tríói Akureyrar og undirleikaranum Þórði Sigurðarsyni kærlega fyrir komuna í vikunni. Tónleikarnir voru einst...
05/07/2024

Við þökkum Tríói Akureyrar og undirleikaranum Þórði Sigurðarsyni kærlega fyrir komuna í vikunni. Tónleikarnir voru einstaklega vel hepppnaðir.

En nú er tónleikaröðin hafin og gestir okkar eiga von á góðu.

Í næstu viku heimsækir okkur dúóið Ingibjargir sem samanstendur af þeim Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Þær ætla að leika lög af nýrri plötu en í sinni tónlist blanda þær saman ýmsum stefnum og straumum s.s. djassi, klassík og þjóðlagatónlist.

Sjáumst í kvöld!
03/07/2024

Sjáumst í kvöld!

Tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði sumarið 2024 hefst í kvöld.

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar hefst annað kvöld. Að venju býður þessi langlífa tónleikaröð upp á metnaðarfulla dagskr...
02/07/2024

Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar hefst annað kvöld. Að venju býður þessi langlífa tónleikaröð upp á metnaðarfulla dagskrá í júlí og allir tónlistarunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Það er Tríó Akureyrar sem hefur leika. Tríóið flytur sambland af þjóðlögum víða að úr heiminum m.a. frá Mexíkó, Finnlandi, Belgíu og Færeyjum en nafn tónleikanna er „Landablanda“. Lögin verða tengd saman með þema sem gengur eins og rauður þráður í gegnum dagskrána og áheyrendur fá þannig áhugaverða mynd af tónlist sem vex úr jarðvegi ólíkra menningarheima og endurspeglar á sama tíma fjölbreytileika mannkyns og fegurðina í fjölbreytileikanum.

Tríó Akureyrar samanstendur af Austfirðingnum Erlu Dóru Vogler söngkonu, Skagfirðingnum Jóni Þorsteini Reynissyni harmonikkuleikara og Eistanum Valmari Väljaots fiðlu-, harmonikku-, orgel-, píanó- og allskonar leikara. Þórður Sigurðarson orgel-, píanó- og harmonikkuleikari verður með í för en hann er Austfirðingum að góðu kunnur og starfaði um margra ára skeið sem organisti og kórstjóri í Neskaupstað. Öll eru þau þekkt fyrir fyrsta flokks tónlistarflutning og líflega framkomu.
Það má því lofa góðri stund í Bláu kirkjunni annað kvöld!

Frekari upplýsingar:

https://www.facebook.com/events/447327391356532

EN

Trio Akureyri and Þórður Sigurðarson will perform at the first concert of the Blue Church’s Summer Concert Series on Wednesday, July 3.

They will perform a combination of folk songs from around the world, i.a. from: Mexico, Finland, Belgium and the Faroe Islands, but the name of the concert is „Landablanda“ (an Icelandic wordplay: „Land“ means country and „Landi“ is, well, the Icelandic version of „moonshine“! „Blanda“ then means „to mix something together“. So, „landablanda“ can refer to alcohol and cultures! )

The name of the concert is a bit ambiguous, but in addition to briefly discussing each song, the name of each country’s main schnapps will be introduced! The folk songs will also be connected by a theme that runs like a common thread throughout the program. The audience thus gets an interesting picture of music that grows from the soil of different cultures and at the same time reflects the diversity of humanity – and the beauty in diversity.
Akureyri’s trio consists of singer Erla Dóra Vogler, Jón Þorstein Reynisson (accordionist) and Valmar Väljaots violin (accordion, organ, piano and more) and Þórður Sigurðarson (organ, piano and accordion) will join them in Seyðisfjörður. These musicians have been working together for years and all of them are known for first class musical performance.

Further info: https://www.facebook.com/events/447327391356532

Við þökkum Tónlistarsjóði kærlega fyrir styrkinn og aðstoðina síðustu ár. Það væri strembið að bjóða upp á metnaðarfulla...
28/02/2024

Við þökkum Tónlistarsjóði kærlega fyrir styrkinn og aðstoðina síðustu ár. Það væri strembið að bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir Austfirðinga og gesti ef ekki væri fyrir aðstoð sem þessa en við fengum líka á dögunum veglegan styrk frá sveitarfélaginu Múlaþingi.

Takk fyrir kærlega!

Umsóknarfresti nýs Tónlistarsjóðs lauk 12. desember 2023. Annars vegar var hægt að sækja um fyrir verkefni í lifandi flutningi og hins vegar vegna innviða-verkefna.

Address

Bjólfsgata 10
Seyðisfjordhur
710

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bláa kirkjan - Summer Concert Series posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Our Story

The Blue Church Summer Concert Series started in 1998 by M**f Worden music teacher and Sigurður Jónsson engineer. The concert series has been ongoing since then, first under the firm management of M**f but after her premature death in 2006, by a formal association. The concerts are held in the Seyðisfjörður church every Wednesday night at 8:30 pm. Emphasis has been on offering varied types of concerts where classical music, jazz, blues, folk and light hearted music can be enjoyed. The church houses a recent Steinway concert piano and a Frobenius organ with 14-15 stops. Call for applications for next year’s concerts is in the end of each year with a deadline on January 30th. Applications are sent to [email protected] accompanied with a program draft and the musicians CVs. Um Bláu Kirkjuna Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af M**f Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan undir sterkri stjórn M**f Worden. Sigurður Jónsson dró sig í hlé um tíma en hefur nú komið aftur til starfa sem formaður tónleikaraðarinnar. Í millitíðinni sá M**f alfarið um tónleikaröðina og sinnti því starfi af mikilli alúð. Hún lést 25. ágúst árið 2006 langt fyrir aldur fram. Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30 yfir sumartímann. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Að jafnaði er óskað eftir umsóknum í lok hvers árs og umsóknarfrestur rennur út 30. janúar þar á eftir.Umsóknir skal senda á [email protected] og með þeim skal fylgja drög að prógrammi og ferilsskrá tónlistarmanna.