10/07/2025
Við höfum ámfram opið á laugardögum en það sem fer nú að hægjast á sumarblóma sölu ætlum við að fara að hafa lokað á sunnudögum!
Eigið yndislega helgi!
Erum með heimasölu á öllum okkar vörum. Einnig seljum við mold, potta o.fl. Gróðrarstöðin er við Sólheimaveg (vegur 354).
Ártangi, Grímsnesi
Selfoss
801
Monday | 10:00 - 16:00 |
Tuesday | 10:00 - 16:00 |
Wednesday | 10:00 - 16:00 |
Thursday | 10:00 - 16:00 |
Friday | 10:00 - 16:00 |
Saturday | 10:00 - 16:00 |
Sunday | 10:00 - 16:00 |
Be the first to know and let us send you an email when Gróðrarstöðin Ártangi ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Hjónin Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson garðyrkjufræðingur reka garðyrkjustöðina Ártanga í Grímsnesi. Stöðin var reist árið 1986 á landi sem áður tilheyrði Ormsstöðum, en þar hefur Edda búið frá 7 ára aldri.
Þegar borað var eftir heitu vatni á Ormsstöðum, sem átti að nota til húsh*tunar, kom í ljós að mun meira var af vatni en talið var. Í ársbyrjun 1986 byggðu þau Gunnar og Edda gróðurhús og þá kom heita vatnið í góðar þarfir við upphitun. Þau voru nýkomin heim frá Danmörku, þar sem Gunnar stundaði nám í garðyrkju.
Fyrsta gróðurhúsið var aðeins 200 fermetrar og í því ræktuðu hjónin pottaplöntur. Smám saman stækkaði garðyrkjustöðin og þegar umfangið var mest ræktuðu þau 300 til 400 tegundir af pottaplöntum í 3000 fermetrum og seldu t.d. í Blómavali. Árið 2002 bættu þau við laukblómum og byggðu 500 fermetra kælirými við stöðina.
Árið 2013 ákváðu þau að hætta að rækta pottaplöntur og snúa sér að kryddjurtum. Nú eru ræktaðar 17 tegundir af kryddjurtum í Ártanga, en mest er ræktað af basilikku, kóriander, grænni myntu, steinselju, rósmarín og timjan.