Gróðrarstöðin Ártangi ehf

Gróðrarstöðin Ártangi ehf Erum með heimasölu á öllum okkar vörum. Einnig seljum við mold, potta o.fl. Gróðrarstöðin er við Sólheimaveg (vegur 354).

Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirson stofnuðu Gróðrarstöðina Ártanga í apríl árið 1986 eftir nám í Danmörku. Þetta er lítið fyrirtæki með aðeins 4 starfsmenn (ja, kannski 5 ef kötturinn er talinn með)
Þau byrjuðu í 200m2 með einungis pottablóm. Síðastliðin ár hafa þau verið að rækta pöttaplöntur allt árið, sumarblóm frá maí til ágúst, jólastjörunur, túlípana og hyasintur fyrir jólin

og páskaliljur, tete'a'tete, bridal crown og túlípana fyrir páskana, í um 3000m2 undir gleri og um 250m2 kæli aðstöðu.
Þetta síðastliðna ár hefur verið mikil breyting hjá þessu litla fyrirtæki. Þau hafa ákveðið að fara út í kriddjurta ræktun og hafa með því nokkrar pottaplöntur sem geta bæði verið úti og inni, eins og Hortensíur, Alparósir og Bergfléttur, svo auðvitað að halda sumarblómum, öllum laukum fyrir jól og páska svo verður jafnvel reynt að halda í jólastjörnurnar. Keyrt er í gegnum hlaðið hjá Ormsstöðum, niður brekkur og sjást gróðurhúsin ekki fyrr en komið er að þeim

10/07/2025

Við höfum ámfram opið á laugardögum en það sem fer nú að hægjast á sumarblóma sölu ætlum við að fara að hafa lokað á sunnudögum!
Eigið yndislega helgi!

Við erum mjög stolt af því að hafa getað tekið þátt í að riðja brautina fyrir önnur fyrirtæki til að fá þessa gæða vottu...
28/06/2025

Við erum mjög stolt af því að hafa getað tekið þátt í að riðja brautina fyrir önnur fyrirtæki til að fá þessa gæða vottun🥹🥰

17/06/2025

Gleðilegan þjóðhátíðardag lokað í dag 17. Júní hjá okkur Á Ártanga🎊🇮🇸Opnum aftur á morgun!

07/06/2025
🌸 Opið hús á Ártanga! 🌸Komdu og fagnaðu með okkur á opnum degi blómabúðarinnar!📅 Dagsetning: 31. maí 2025🕒 Tími: 10:00–1...
29/05/2025

🌸 Opið hús á Ártanga! 🌸
Komdu og fagnaðu með okkur á opnum degi blómabúðarinnar!

📅 Dagsetning: 31. maí 2025
🕒 Tími: 10:00–16:00
📍 Staðsetning: Ártangi 805, Selfoss

✨ Við lofum blómaþyt, litadýrð og góðum ilm!

Dagskrá og stemning:
🌺 Mikið úrval af sumarblómum, fjölærum plöntum, kryddjurtum og sígrænum skrautrjám
🍩 GK bakarí mætir með sykursæta snúða
☕ Ókeypis kaffi og köku smakk
🍲 Fröken selfoss með rómaða sjáfarrétta súpu
🌶️ Óli í Heiðmörk með tómata, snakk paprikur og chilli
👨‍👩‍👧‍👦 Skemmtilegur staður fyrir alla fjölskylduna!

🎉 Komdu og njóttu dagsins með okkur – við hlökkum til að sjá þig!

🌷 Á Ártanga: Blómin þín, gleðin okkar!

29/05/2025

Opið í dag! Uppstigningadag

🌸 Opið hús á Ártanga! 🌸Komdu og fagnaðu með okkur á opnum degi blómabúðarinnar!📅 Dagsetning: 31. maí 2025🕒 Tími: 10:00–1...
23/05/2025

🌸 Opið hús á Ártanga! 🌸
Komdu og fagnaðu með okkur á opnum degi blómabúðarinnar!
📅 Dagsetning: 31. maí 2025
🕒 Tími: 10:00–16:00
📍 Staðsetning: Ártangi 805 Selfoss
🎉 GK bakarí með sykur sætu snúðana sína. Fullt af allskonar sumarblómum, kryddjurtum, fjölærum plöntum og sígrænum skarauttrjám
• Mikið úrval af blómum
• Ókeypis kaffi og köku smakk
• Skemmtilegur samkomu staður fyrir alla fjölskylduna!
Komdu og upplifðu ilminn og fegurðina hjá okkur! Við hlökkum til að sjá þig!
🌷 Á Ártanga Blómin þín, gleðin okkar!

Gjafaleikur🎁Vilt þú eiga möguleika á að vinna öll blómin fyrir jólin í einum pakka?Við hjá gróðrarstöðinni Àrtanga ætlum...
09/12/2024

Gjafaleikur🎁

Vilt þú eiga möguleika á að vinna öll blómin fyrir jólin í einum pakka?
Við hjá gróðrarstöðinni Àrtanga ætlum að hafa gjafaleik og draga út einn heppinn vinningshafa þann 16. Desember🎅🏻

Til þess að taka þátt þarftu að:
✅ kvitta
✅ Deila með 3 vinum
✅ Like ❤️

Address

Ártangi, Grímsnesi
Selfoss
801

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 16:00
Saturday 10:00 - 16:00
Sunday 10:00 - 16:00

Telephone

+3548301166

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gróðrarstöðin Ártangi ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category

Um okkur

Hjónin Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson garðyrkjufræðingur reka garðyrkjustöðina Ártanga í Grímsnesi. Stöðin var reist árið 1986 á landi sem áður tilheyrði Ormsstöðum, en þar hefur Edda búið frá 7 ára aldri.

Þegar borað var eftir heitu vatni á Ormsstöðum, sem átti að nota til húsh*tunar, kom í ljós að mun meira var af vatni en talið var. Í ársbyrjun 1986 byggðu þau Gunnar og Edda gróðurhús og þá kom heita vatnið í góðar þarfir við upphitun. Þau voru nýkomin heim frá Danmörku, þar sem Gunnar stundaði nám í garðyrkju.

Fyrsta gróðurhúsið var aðeins 200 fermetrar og í því ræktuðu hjónin pottaplöntur. Smám saman stækkaði garðyrkjustöðin og þegar umfangið var mest ræktuðu þau 300 til 400 tegundir af pottaplöntum í 3000 fermetrum og seldu t.d. í Blómavali. Árið 2002 bættu þau við laukblómum og byggðu 500 fermetra kælirými við stöðina.

Árið 2013 ákváðu þau að hætta að rækta pottaplöntur og snúa sér að kryddjurtum. Nú eru ræktaðar 17 tegundir af kryddjurtum í Ártanga, en mest er ræktað af basilikku, kóriander, grænni myntu, steinselju, rósmarín og timjan.