Sundsamband Íslands

Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands - www.iceswim.is
The Icelandic Swimming Association
s: 514-4070 - 770-6066

26/10/2025

Flottur árangur hjá Stefáni á World Cup Toronto í ár, og við bíðum spennt að sjá hvað er næst á döfinni hjá honum!

World Cup hófst í morgun með látum og bætingum hjá Íslenska liðinu! 💪Guðmundur Leó, Einar Margeir og Símon Elías syntu a...
23/10/2025

World Cup hófst í morgun með látum og bætingum hjá Íslenska liðinu! 💪

Guðmundur Leó, Einar Margeir og Símon Elías syntu allir undir EM lágmarki í sínum greinum, og þar fór Einar einnig með persónulega bætingu.

Guðbjörg Bjartey náði NM lágmarki í 50 skrið, og einnig kepptu þau Birnir Freyr, Jóhanna Elín, og Stefán Elías.

SH-ingar eru bikarmeistarar 2025!Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug laugardaginn 27. september og markaði upphaf nýs...
29/09/2025

SH-ingar eru bikarmeistarar 2025!

Bikarkeppni SSÍ fór fram í Ásvallalaug laugardaginn 27. september og markaði upphaf nýs sundtímabils. Mótið var haldið í nýju sniði - einn dagur, tvöföld stig í boðsundum og engin stig fyrir ógildingar.

SH hóf mótið með sigri í fyrstu boðsundsgreinni og hélt dampi allan daginn. Guðmundur Leo (ÍRB) stal þó sviðsljósinu í baksundinu með sigri í öllum þremur greinum, á meðan Ylfa Lind (Reykjavík) tryggði sér sigur í öllum baksundsgreinum kvenna. Eva Margrét (ÍRB) var einnig sterk í fjórsundinu og vann bæði 200m og 400m.

Lokaniðurstaðan:

1. deild: SH 629 stig – ÍRB 447 – Reykjavík 336 – Breiðablik 203.

2. deild: ÍA með 360 stig.

SH eru því bikarmeistarar 2025 í 1. deild - og ÍA fagnar sigri í 2. deild!

Myndir: Hákon Ágústsson

Lestu alla fréttina hér https://www.sundsamband.is/frettir/frett/2025/09/27/Spennan-i-hamarki-a-Bikar-2025/

Í vikunni voru undirritaðir samningar vegna einstaklingsstyrkja frá Ólympíusamhjálpinni fyrir Ólympíuleikana í Los Angel...
26/09/2025

Í vikunni voru undirritaðir samningar vegna einstaklingsstyrkja frá Ólympíusamhjálpinni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028.

Alls hlutu níu íþróttamenn frá sjö sérsamböndum ÍSÍ hljóta styrk að þessu sinni. Styrkirnir eru mánaðarlegir og ætlaðir til að mæta kostnaði sem fellur til vegna æfinga og keppni. Af þessum níu íþróttamönnum eru tveir þeirra frá SSÍ Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sem fær 1.350 bandaríkjadali á mánuði, og Snorri Dagur Einarsson, sem fær 900 bandaríkjadali á mánuði. Styrkveitingin stendur fram að Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028, að því gefnu að styrkþegar tryggi sér þátttökurétt. Styrktímabilið hófst 1. september 2025.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskaði eftir tillögum frá sérsamböndum sínum og bárust umsóknir vegna 22 einstaklinga frá níu sérsamböndum. Um var að ræða íþróttafólk sem stefnir að því að ná lágmörkum og tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum 2028.

Ólympíusamhjálpin er styrktarkerfi Alþjóðaólympíunefndarinnar og er fjármögnuð aðallega með hlut Alþjóðaólympíunefndarinnar af sölu sjónvarpsréttinda Ólympíuleikanna. Afreksmiðstöð Íslands mun styðja við íþróttafólkið og þjálfara þeirra með faglegri umgjörð í nánu samstarfi við viðkomandi sérsambönd.

Við óskum Snæfríði Sól og Snorra Degi innilega til hamingju með styrkina, sem við vitum að munu nýtast þeim afar vel á leiðinni að Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028.

Alþjóðlegur dagur þjálfara - takk þjálfarar!International coaches day - thank you coaches!
25/09/2025

Alþjóðlegur dagur þjálfara - takk þjálfarar!

International coaches day - thank you coaches!

Í dag voru undirritaðir samningar vegna einstaklingsstyrkja frá Ólympíusamhjálpinni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles á...
23/09/2025

Í dag voru undirritaðir samningar vegna einstaklingsstyrkja frá Ólympíusamhjálpinni fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028.

Níu íþróttamenn frá sjö sérsamböndum ÍSÍ fá styrk frá Ólympíusamhjálpinni að þessu sinni og er um að ræða mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega vegna kostnaðar sem til fellur vegna æfinga og keppni. Tveir íþróttamenn af þessum níu fá 1350 dollara á hverjum mánuði, Snæfríður Sól Jórunnardóttir sundkona og Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona. Hin sjö fá 900 dollara á mánuði í styrk. Styrktímabil hófst þann 1. september 2025 og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt.

Styrkþegar Ólympíusamhjálparinnar vegna Los Angeles 2028 eru:

Eygló Fanndal Sturludóttir (ólympískar lyftingar)
Snæfríður Sól Jórunnardóttir (sund, skriðsund)
Hákon Þór Svavarsson (skotíþróttir, s***t)
Andri Nikolaysson (skylmingar, höggsverð)
Sindri Hrafn Guðmundsson (frjálsíþróttir, spjótkast)
Erna Sóley Gunnarsdóttir (frjálsíþróttir, kúluvarp)
Thelma Aðalsteinsdóttir (fimleikar, áhaldafimleikar)
Snorri Dagur Einarsson (sund, bringusund)
Leo Speight (taekwondo -68kg)

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust umsóknir vegna 22 einstaklinga frá níu sérsamböndum fyrir íþróttafólk sem hefur það að markmiði að ná lágmörkum og vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028.

Ólympíusamhjálpin er styrktarkerfi Alþjóðaólympíunefndarinnar og kemur fjármagnið aðallega frá hlut Alþjóðaólympíunefndarinnar af sjónvarpsréttindum Ólympíuleikanna. Afreksmiðstöð Íslands mun styðja við afreksíþróttafólkið og þjálfara þeirra með faglegri umgjörð í samvinnu við hvert og eitt sérsamband.
Ljósmynd/Hlín Guðmundsdóttir

Vel heppnuð ferð Framtíðarhóps til FæreyjaFrá 5. til 8. september fór Framtíðarhópur SSÍ í ferð til Færeyja. Markmiðið v...
09/09/2025

Vel heppnuð ferð Framtíðarhóps til Færeyja

Frá 5. til 8. september fór Framtíðarhópur SSÍ í ferð til Færeyja. Markmiðið var að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyja og skapa frábært verkefni fyrir besta aldursflokkasundfólk landsins.

Föstudagurinn hófst með sameiginlegri æfingu, þar sem sundfólkið frá báðum þjóðum sameinaðist undir leiðsögn okkar frábæru þjálfara. Að æfingu lokinni borðaði hópurinn saman í sundlauginni.

Laugardagurinn var sérstaklega skemmtilegur, með sundmóti sem var stigakeppni á milli þjóðanna. Ísland sigraði með 564 stigum gegn 267 stigum Færeyja! 🥇🏊‍♂️ Sigurvegarinn varðveitir bangsann Jónas Í Jákopsstovu næsta árið, eða þangað til þjóðirnar hittast aftur í september á Íslandi. Um kvöldið var haldin kvöldvaka með mat og leikjum, þar sem sundfólkið bjó til Kahoot spurningakeppnir um löndin okkar, og Rúni, landsliðsþjálfari Færeyja, stjórnaði spurningakeppni um sundlaugar í löndunum.

Sunnudagurinn byrjaði með sameiginlegri tækniæfingu og endaði á nokkrum ferðum í rennibrautinni og á stökkpallinum. Ferðin lengdist óvænt þegar flug hópsins á sunnudegi var aflýst, en auka dagurinn í Þórshöfn var nýttur til góðra samverustunda.

Sérstakar þakkir til frábæra þjálfarateymisins – Bjarney, Daníel, Riccardo og Sveinbjörn – sem gerðu ferðina enn betri.

Kærar þakkir til vina okkar í Færeyjum fyrir að taka vel á móti okkur og sérstakar þakkir til NATA fyrir að styrkja þetta verkefni! 📸✨

Address

Engjavegur 6
Reykjavík
104

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sundsamband Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Sundsamband Íslands:

Share