
27/06/2025
Það er alltaf áhugavert að máta sig við nýja staði. Í gær var opnuð samsýning um 30 listamanna í skemmtilegri hönnunarverslun "La boutique design" sem staðsett er við Mýrargötu 18 í Reykjavík. Þar svífur eins og gefur að skilja franskur andi yfir vötnum og á neðri hæðinni er búið að standsetja gallerí og þar má sjá fjölbreytt úrval verka. Skoða má sýninguna á verslunartíma en allan sólarhringinn á þessari vefsíðu www.lbd.is undir hlekknum gallerí.
Ég á þrjú málverk þarna sem eru úr seríu nýrra abstrakt málverka sem ég hef verið að vinna á vinnustofunni undanfarið. Stundum hittir maður á einhverja litapalettu sem maður veit ekkert hvaðan kemur en þessi mynd af mér var tekin á opnuninni. Sjón er sögu ríkari og ég hvet ykkur til að kíkja á sýninguna.