04/08/2025
If English version need, please contact me via WhatsApp, 864 9640.
Kæru keppendur
Örfá atriði sem mótsstjórn Grefilsins vekur athygli ykkar á:
1. Öllum leiðunum þremur hefur verið breytt. Hlaðið niður nýjum gpx-file/Komoot af vefnum okkar grefillinn.is þar sem er m.a. hægt að kynna sér hvar drykkjarstöðvar verða í ár.
2. Það eru tvær ár á leiðinni; Kjarrá eftir 16 km (þar verður sjálfboðaliði að fylgjast með en ekki drykkjarstöð og ekki dry bag) og Þverá eftir 59 km (þar verða sjálfboðaliðar með drykkjarstöð og dry bag).
3. Keppendur í 110 og 207 km fara tvisvar um sömu gatnamótin sem geta valdið ruglingi ef kappið er of mikið. Eftir 25 km á að beygja til hægri en eftir 63 km skal haldið beint áfram.
4. Miðvikudaginn 6. ágúst er social ride frá TRI kl. 17:00 sem endar í Guðmundarlundi (pylsur og drykkir). Hvetjum öll til að mæta.
5. Mótsstjóri afhendir gögn í TRI fimmtudaginn 7. ágúst kl. 15:00–18:00 og svarar spurningum ef einhverjar eru.
6. Tjaldstæðið við Logaland er án endurgjalds.
7. Laugardaginn 9. ágúst er ræsing í 207 km kl. 7:00, ræsing í 110 km er kl. 10:00 og í 48 km kl. 11:00.
8. Verðlaunaafhending verður kl. 17:00 í Logalandi og fram að því getur fólk baðað sig í Krauma eða hent sér í sundlaugina á Kleppjárnsreykjum eftir grilluðu hamborgarana í Logalandi.
9. Kóði í Krauma mun berast ykkur á morgun, þriðjudaginn 5. ágúst.
Ekki hika við að hafa samband við mig gegnum WhatsApp eða messenger ef þið hafið einhverjar spurningar. Munið að vista númerið mitt ef eitthvað kemur upp á næsta laugardag.
Með kveðju,
María Sæm mótsstjóri
864 9640