Hlaupasería 66 Norður og Hlaupahóps FH

Hlaupasería 66 Norður og Hlaupahóps FH Hlaupasería 66°Norður og Hlaupahóps FH verður á sínum stað árið 2025. Nánari upplýsingar á Facebook síðu okkar, 66°Norður og Hlaupahóps FH.

Myndir frá Lokahófi Hlaupaseríu 66°Norður og Hlaupahóps FH sem fram fór í gærkvöldi. Við óskum vinningshöfum innilega ti...
03/04/2025

Myndir frá Lokahófi Hlaupaseríu 66°Norður og Hlaupahóps FH sem fram fór í gærkvöldi. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju með frábæran árangur.
Ljósmyndari: Ragnhildur Adalsteinsdottir

Hlaupahópur FH vill nota tækifærið og þakka eftirfarandi:

66°Norður fyrir farsælt og frábært samstarf við hlaupaseríuna síðustu þrjú ár.
Hleðsla íþróttadrykkur fyrir að bjóða hlaupurum upp á drykki eftir hlaup og fyrir þeirra framlag til útdráttarverðlauna í seríunni allri.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson fyrir að gefa hlaupurum drykki eftir hlaupin.
Hafnarfjarðarbær fyrir að bjóða keppendum frítt í sund að loknum hlaupum.
Og eftirfarandi fyrirtækjum kunnum við miklar þakkir fyrir að gefa útdráttarverðlaun sem hlauparar nutu góðs af á lokahófinu í gær:
Happy Hydrate, Hreysti, Brikk, Bætiefnabúllan, Von Mathús, Laugarásbíó, Hlaupár, Salka Valka veitingastaður, Everest, Fætur Toga, Sportís og Útilíf.

Takk fyrir frábæran hlaupvetur og sjáumst aftur í janúar 2026!!

Og enn fleiri myndir úr markinu. Takk fyrir frábærar myndir Hreidar Juliusson 🙏
30/03/2025

Og enn fleiri myndir úr markinu. Takk fyrir frábærar myndir Hreidar Juliusson 🙏

Fleiri myndir úr markinu frá Hreiðari
30/03/2025

Fleiri myndir úr markinu frá Hreiðari

Enn fleiri myndir úr mars-hlaupinu teknar af Hreidar Juliusson 📸🙏
30/03/2025

Enn fleiri myndir úr mars-hlaupinu teknar af Hreidar Juliusson 📸🙏

30/03/2025

Dagur Sigurbergsson er samkvæmt FRÍ í þriðja sæti í marshlaupi Hlaupaseríunnar. Dómari hlaupsins úrskurðaði um þetta á vettvangi sem breytti röð fyrstu þriggja keppenda. Ekki fréttist af þessu í verðlaunaafhendingu þar sem Dagur og Lars van der Werff voru lýstir jafnir í 3-4 sæti og dregið til verðlauna. Þriðju verðlaun fyrir hlaupið verða afhent Degi á lokahófi Hlaupaseríunnar miðvikudaginn 2.apríl, enda sannarlega hans.

Yfir 300 manns skráðu sig til leiks í síðasta hlaupi Hlaupaseríunnar sem fór fram í kvöld. Rauðar tölur á mælinum og mar...
26/03/2025

Yfir 300 manns skráðu sig til leiks í síðasta hlaupi Hlaupaseríunnar sem fór fram í kvöld. Rauðar tölur á mælinum og marauð braut með hressandi roki og smá sjávargusum öðru hverju. Gleðin var allsráðandi og vorið greinilega að fara vel í mannskapinn.

Okkar allra besti Arnar Pétursson sigraði örugglega á tímanum 15:46 - ekki nema 25 sekúndum frá brautarmetinu sem hann setti árið 2023. Í öðru sæti var Sigurður Karlsson á tímanum 17:37. Spennan um þriðja sætið var gríðarleg enda tveir keppendur hnífjafnir á tímanum 17:42. Það voru þeir Dagur Sigurbergsson og Lars van der Werff. Það var svo Lars van der Werff sem hreppti þriðja sætið eftir að dregið var til úrslita.

Í kvennaflokki sigraði Elísa Kristinsdóttir á persónulegu meti 18:04. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir á tímanum 18:28 og í þriðja sæti á tímanum 18:43 var Hildur Adalsteinsdóttir.
Við óskum sigurvegurunum og öllum hlaupurum dagsins innilega til hamingju með árangurinn og takk fyrir þátttökuna.
Við hlökkum til að hitta ykkur á lokahófinu sem fer fram í Sjónarhól miðvikudaginn 2.apríl kl.20:00. Þar verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sæti seríunnar í karla- og kvennaflokki sem og efstu þrjú sæti í aldursflokkum. Einnig verða útdráttarverðlaun á staðnum.

Hlaupahópur FH þakkar samstarfsaðilum okkar hjá 66°Norður fyrir frábært samstarf. Einnig þökkum við velunnurum okkar hjá Hleðsla íþróttadrykkur og Ölgerðin Egill Skallagrímsson kærlega fyrir að leggja til drykki og útdráttarverðlaun. Við þökkum Hafnarfjarðarbær fyrir að bjóða þátttakendum frítt í sund í Suðurbæjarlaug eftir hlaupin og Badmintonfélagi Hafnarfjarðar þökkum við fyrir að veita okkur aðgang að aðstöðunni í Íþróttahúsinu að Strandgötu.

Sjáumst aftur í janúar 2026!

📸Ragnhildur Adalsteinsdottir📸

Á morgun, miðvikudag, er síðasta hlaupið í Hlaupaseríunni þetta árið. Frábær stemning og gleði hefur einkennt síðustu hl...
25/03/2025

Á morgun, miðvikudag, er síðasta hlaupið í Hlaupaseríunni þetta árið. Frábær stemning og gleði hefur einkennt síðustu hlaup og stuðið verður ekki síðra á morgun.
Hlaupadagskra.is tók upp þetta skemmtilega myndband í febrúarhlaupinu.
Hlökkum til að sjá ykkur á morgun!!

Important: View in best quality to fully enjoy 360° quality!Hlaupasería Hlaupahóps FH og 66°N is a winter running series in Hafnarfjörður, Iceland, featuring...

Annað hlaupið í Hlaupasería 66 Norður og Hlaupahóps FH var haldið í gærkvöldi og voru tæplega 300 mættir á startlínuna a...
27/02/2025

Annað hlaupið í Hlaupasería 66 Norður og Hlaupahóps FH var haldið í gærkvöldi og voru tæplega 300 mættir á startlínuna að þessu sinni.

Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 16:07, Viktor Orri Pétursson var í öðru sæti á 16:55 og Freyr Karlsson í því þriðja á tímanum 17:28.
Í kvennaflokki sigraði Elín Edda Sigurðardóttir á tímanum 18:35, Hildur Aðalsteinsdóttir var í öðru sæti á 19:27 og Kristjana Pálsdóttir í þriðja sæti á tímanum 20:47.
66°Norður veittu verðlaun fyrir fyrstu 3 efstu sætin í kvenna og karlaflokki. Einnig voru útdráttarverðlaun frá 66°Norður og Hleðsla íþróttadrykkur. Auk þess fá allir hlauparar sérstök afsláttarkjör hjá 66°Norður. Frítt var í sund í Suðurbæjarlaug eftir hlaupið. Hleðsla íþróttadrykkur og Ölgerðin Egill Skallagrímsson buðu upp á drykki fyrir alla hlaupara að loknu hlaupi og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir.

Takk fyrir skemmtilega kvöldstund, til hamingju öll með hlaupið ykkar og sjáumst aftur miðvikudaginn 26.mars!

Takk kærlega fyrir frábært hlaup í gær!Við vildum benda ykkur á að lagersala 66°Norður hófst í dag og er þar í boði miki...
27/02/2025

Takk kærlega fyrir frábært hlaup í gær!

Við vildum benda ykkur á að lagersala 66°Norður hófst í dag og er þar í boði mikið úrval af hlaupafatnaði. Sjá brot af úrvalinu hér að neðan.

Við mælum með að kíkja á útsölumarkaði 66°Norður í Faxafeni 12 í Reykjavík, Skipagötu 9 á Akureyri eða í vefverslun með því að smella hér: https://bit.ly/3XlI86i

Nú styttist heldur betur í febrúarhlaupið en það verður haldið miðvikudaginn 26.febrúar. Á Youtube má nú finna 360° mynd...
23/02/2025

Nú styttist heldur betur í febrúarhlaupið en það verður haldið miðvikudaginn 26.febrúar. Á Youtube má nú finna 360° myndband úr janúarhlaupinu á margföldum hraða sem tekin var upp í samstarfi við 360° Runs Iceland. Hægt er að snúa síma eða færa til sjónarhornið í tölvu, horfa í kringum sig, átta sig á aðstæðum og upplifa stemninguna sem verður ekki síðri í næstu hlaupum. Skráning á netskraning.is

Important: View in best quality to fully enjoy 360° quality!Hlaupasería Hlaupahóps FH og 66°N is a winter running series in Hafnarfjörður, Iceland, featuring...

Hlaupasería 66°N og Hlaupahóps FH var í öðru sæti í vali hlaupara á götuhlaupi árins 2024 á hlaup.is 🥳🥈 Takk öll sem kus...
10/02/2025

Hlaupasería 66°N og Hlaupahóps FH var í öðru sæti í vali hlaupara á götuhlaupi árins 2024 á hlaup.is 🥳🥈 Takk öll sem kusuð! 🙏
Við erum stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu.
Næsta hlaup er miðvikudaginn 26.febrúar - skráning fer fram á netskraning.is https://netskraning.is/hlaupaseria-fh/
Athugið að 66°Norður býður öllum skráðum þátttakendum 20% afslátt í verslun sinni í Miðhrauni 11, Garðabæ.

20% afsláttur í 66°Norður Miðhrauni!Nú styttist í næsta hlaup og virðist veðrið ekkert ætla að skána á næstunni. Það er ...
04/02/2025

20% afsláttur í 66°Norður Miðhrauni!

Nú styttist í næsta hlaup og virðist veðrið ekkert ætla að skána á næstunni. Það er því mikilvægt að láta það ekki á sig fá og klæða sig vel til æfinga og keppni.

66°Norður býður öllum skráðum þáttakendum hlaupaseríunnar 20% afslátt í verslun sinni í Miðhrauni 11, Garðabæ.

Sjáumst kappklædd 26. febrúar!

Miðhraun 11210 GarðabærVerslunin í Miðhrauni er staðsett í sama húsnæði og höfuðstöðvarnar okkar. Hér finnur þú allar sígildu vörurnar okkar ásamt barna- og vinnufatnaði. Hægt er að leggja beint fyrir utan og aðgengi í verslunina er gott fyrir hjólastóla.OpnunartímarMánu...

Þvílík gleði í fyrsta hlaupinu í Hlaupaseríu 66°N og Hlaupahóps FH í kvöld. 216 manns létu hvorki hávaðarok eða handbolt...
22/01/2025

Þvílík gleði í fyrsta hlaupinu í Hlaupaseríu 66°N og Hlaupahóps FH í kvöld. 216 manns létu hvorki hávaðarok eða handbolta-strákana okkar halda aftur af hlaupagleðinni.
Til hamingju með hlaupið öllsömul!

Arnar Pétursson var í fyrsta sæti karla á tímanum 16:29. Einar Hjörvar Benediktsson var í öðru sæti á 18:21 og í þriðja sæti var Gauti Þormar á tímanum18:27.
Elín Edda Sigurðardóttir var í fyrsta sæti kvenna á tímanum 19:17. Hildur Aðalsteinsdóttir í öðru sæti á 20:30 og Katla Rut Kluvers í þriðja sæti á tímanum 21:04.

Verðlaun frá 66°Norður voru veitt fyrir fyrstu 3 efstu sætin í kvenna og karlaflokki. Einnig voru útdráttarverðlaun frá 66°Norður og Hleðsla íþróttadrykkur. Allir hlauparar fengu sérstök afsláttarkjör hjá 66°N og frítt í sund í Suðurbæjarlaug. Drykkir voru í boði Hleðsla íþróttadrykkur og Ölgerðin Egill Skallagrímsson fyrir alla hlaupara að loknu hlaupi.
Innilega til hamingju með hlaupið öll sem tókuð þátt og sjáumst aftur í febrúar 😊

Þetta hanskaspar varð eftir í íþróttahúsinu, við drykkina. Eigandi hafi samband í síma 6989176 (Birna)
22/01/2025

Þetta hanskaspar varð eftir í íþróttahúsinu, við drykkina. Eigandi hafi samband í síma 6989176 (Birna)

Address

Hafnarfjörður
220

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hlaupasería 66 Norður og Hlaupahóps FH posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Um Hlaupaseríu FH og Bose

Hlaupasería FH og Bose eru þrjú hlaup sem fara fram í janúar, febrúar og mars. Hlaupin eru jafnframt stigakeppni einstaklinga. Vegalengdin er 5 km og hlaupið hentar því fjölbreyttum hópi hlaupara.

Hlaupasería FH og Bose var kosið götuhlaup ársins árið 2018 af kjósendum hlaup.is.