
03/04/2025
Myndir frá Lokahófi Hlaupaseríu 66°Norður og Hlaupahóps FH sem fram fór í gærkvöldi. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju með frábæran árangur.
Ljósmyndari: Ragnhildur Adalsteinsdottir
Hlaupahópur FH vill nota tækifærið og þakka eftirfarandi:
66°Norður fyrir farsælt og frábært samstarf við hlaupaseríuna síðustu þrjú ár.
Hleðsla íþróttadrykkur fyrir að bjóða hlaupurum upp á drykki eftir hlaup og fyrir þeirra framlag til útdráttarverðlauna í seríunni allri.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson fyrir að gefa hlaupurum drykki eftir hlaupin.
Hafnarfjarðarbær fyrir að bjóða keppendum frítt í sund að loknum hlaupum.
Og eftirfarandi fyrirtækjum kunnum við miklar þakkir fyrir að gefa útdráttarverðlaun sem hlauparar nutu góðs af á lokahófinu í gær:
Happy Hydrate, Hreysti, Brikk, Bætiefnabúllan, Von Mathús, Laugarásbíó, Hlaupár, Salka Valka veitingastaður, Everest, Fætur Toga, Sportís og Útilíf.
Takk fyrir frábæran hlaupvetur og sjáumst aftur í janúar 2026!!