
04/01/2023
Kæru vinir
Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir allar heimsóknirnar á liðnum árum.
Nú er komið að tímamótum hjá okkur hjónum en við höfum ákveðið að færa blómabarnið okkar í fangið á kærri vinkonu, Eydísi Ósk Ásgeirsdóttir blòmaskreytir sem starfaði hjá okkur fyrir nokkrum árum og þekkir verslunina út og inn.
Rekstur blómaverslunarinnar hefur verið okkar hjartans mál og því var ekki auðveld ákvörðun að ljúka þessum kafla í okkar lífi. Við finnum þó að það er tímabært að breyta til og sinna öðrum hugðarefnum. Við vitum að verslunin getur ekki verið í betri höndum en hjá Eydísi en við hlökkum til þess að sjá búðina vaxa og dafna og óskum henni velfarnaðar.
Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur, traustið, áhugan og gleðina sem hefur fylgt ykkur kæru viðskiptavinir og samstarfsaðilar.
Blómakveðja
Auður og Halli.